6.2.2009 | 21:26
Föstudagur - Hlauptu ei svangur
Fór út, það var loksins nógu hlýtt í þessum kulda, og rúllaði rólega um hverfið einn hálfan sjöunda kílómetra. Klæddi mig vel og bar hitakrem á aumingjapunktinn á bakinu, en hann hefur verið að hrella mig upp á síðkastið, líklegast vegna þess að ég hefi ekki verið nógu duglegur að teygja.
Ég ætlaði að vera duglegri til hlaupa í þessari viku en í meira en sjö gráðu frosti verður manni stundum kalt og svo hefir bakið verið að stríða mér, fyrr nefndur aumingjapunktur.
Mistökin fyrir þetta hlaup, ellegar rölt og liðkunarhlaup, voru að ég hafði ekki borðað nógu mikið áður en ég fór af stað. Þegar nokkrir kílómetrar voru eftir tæmdist tankurinn og ég varð að taka þetta á þrjóskunni. Var því feginn að komast heim til að gúffa í mig flatbökuafgöngum og rest af súkkulaðiköku.
Á morgun, ef vilji verður fyrir hendi, þá skal hlaupið langt og rólega næstum 18 km. Fyrsta langa hlaupið. Nú fara hlaupin að laugardagshlaupin að lengjast! Nú ætla ég að gæta mín á því að fara rólega eins og harðstjórinn skipar mér fyrir. Þá er það bara spurning um veður og hvaða leið verður farin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.