3.2.2009 | 20:42
Þriðjudagur - Rólegt í frosti
Átti að hlaupa í gær en þreyta eftir fjallgöngu dróg úr mér allan kraft svo ég lá bara heima í leti. Í kvöld fór ég út og það var ískalt, sjö gráðu frost á mæli. Hljóp rólega um hverfið, átta kílómetra á hlaupatakti 6:16 sem var erfitt, þ.e. halda aftur af hraðanum, þegar ég varð að halda á mér hita. Ég var ekki einn á hlaupum í þessum kulda, hitti fjórar hlaupara og þar af var Halli einn þeirra.
Á morgun verður það sama vegalengd en hraðar. Þarf þó að finna leið til að teygja á þessu árans baki - punkturinn stirði er að angra mig öðru hvoru.
Húsfrúin gerði, eins og oft áður, grín að mér þegar ég var að hita upp og teygja, sem er vel skiljanlegt. Var að sveifla löppunum fram og aftur, gert til að liðka stirða fætur, og þótti henni þeir ekki lyftast hátt eða mikið. Lék hún þá þetta eftir mér og veit nú að ég á langt land.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.