26.1.2009 | 21:54
Mánudagur - Loksins sprettir með kjuklingasamloku í maga
Loksins voru hlaupnir sprettir. Varla var þó farandi út; rok og rigning, en það lægði, hætti að rigna og byrjaði að snjóa. Þá dreif ég mig eftir að hafa verið á báðum áttum, búinn að borða tvær samlokur með kjúkling og osti. Ekki besti undirbúningur fyrir spretti.
Ekki var hægt að hlaupa á Kaplakrika, allt í klaka, svo ég fór út að Hrafnistu. Þar er gamalmennagata sem liggur í boga, út af aðalgötunni og til baka, og sárasjaldan keyrt eftir. Hún er næstum 800 metra löng og tilvalin til að taka spretti á. Þangað á ég eftir að fara aftur.
Dagsskipunin var fjórir 800 m sprettir á hlaupataktinum 5:06-4:54 mín/km. Þetta tókst mér, gerði aðeins betur, og fór ég sprettina, að meðaltali, á: 4:52, 4:50, 4:50 og 4:35. Á síðasta spretti gaf ég í og var líka móður eftir. Og ef þetta er fært yfir í Yasso-einingar þá hljóp ég hvern sprett á: 3:54, 3:52, 3:52 og 3:40 mín. Takist mér að hlaupa tíu slíka spretti á undir fjórum mín þá tekst mér að hleypa heit á undir fjórum klst
Á hlaupunum verkjaði mig í sköflunga - líklega vegna þess hve hratt og fast var stigið niður. Vonandi verður þetta mér ekki til trafala.
Á morgun verður rólegt hlaup, lullandi 11 km.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.