Laugardagur - Þriðju viku lokið

Engan eymingjagang! Þú skalt út! Þegar ég vaknaði bylti ég mér nokkrum sinnum, þóttist finna verk í vöðva, og hugsaði: Æ! ég hleyp nú varla svona! - En eftir smá stund sagði ég við sjálfan mig: Þú ert búinn að gefa fyrirheit um Laugavegshlaup og klára þetta maraþon sem þú hefur alltaf ætlað að þreyta. Farðu af stað og þetta verður bara fínt.

Ég skríddist hlaupagalla, bar hitakrem á aumu blettinna, og náði í spilastokkinn. Velti vöngum yfir hvort nota skyldi keðjur eða ekki - líklegast enn þá hált. Ákvað að engar keðjur skyldi nota enda snemma á ferðinni og þá tækifæri til að hlaupa á auðum götum. Fyrir lá að hlaupa 14,5 km á hægum takti. Ætlaði að hitta Haukamenn sem hlaupa stundum í áttina að Álftanesi; en þeir hafa farið eitthvert annað eða ég misst af þeim. Svo mitt hlaupa voru slaufur um Hafnarfjörð.

Annars eru helstu tölur þessar síðan æfingar hófust á ný. Þriðja vika er að baki. Í fyrstu viku voru hlaupnir 29 km, í síðustu viku 42,3 km og svo núna 46,1 km.  Ef löngu hlaupin á laugardögum eru borin saman þá kemur í ljós að púls hefur fallið úr 168 í 154, hraðinn er sá sami en lengjast aðeins, og fyrr en varir verður púls kominn niður í 140.

Næsta vika verður skemmtileg - þá eru sprettir. Fjórum sinnum 800 metrar. Hlaupaviku skal lokið með hröðu 10 km hlaupi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband