17.1.2009 | 12:50
Laugardagur - Langt út á Álftanes
Dagurinn hófst með lýsis- og tedrykkju og áti, ristað brauð með marmelaði. Þá var skrýðst hlaupaklæðum, t.d. nýjum hlaupanærbuxum frá Ameríku (keyptar þegar dalurinn var 96 kr. (er nú 127 kr.)). Var að vonast eftir að hitta Jóa og Haukana og svo varð. Þegar ég hljóp í áttina að miðbænum hljóp ég í fasið á honum. Hann var að sjálfsögðu fyrstur og meðhlauparar hans langt fyrir aftan. Ég sneri við og við hlupum saman út á Álftanes.
Hlaupið var nú ögn hraðar en harðstjórinn mælti með en ekki svo. Þá var einnig reynt að tala á hlaupum og það tókst. (Las einhvers staðar að það væri ágætis viðmið um rólegt hlaup ef menn gætu haldið uppi samræðum án vandræða, þá væru þeir á réttu róli). Hlaupatakurinn var 5:55 (síðast 6:05) og veglengdin 13 km.
Heim kominn teygði sonur á fótum föður síns. Svo var drukkið og étið skyr til að jafna vökvabúskap og hindra höfuðþrautir. Í eftirrétt var harðfiskur.
Á morgun, sunnudag, verður hvílt en svo hefst ný hlaupavika. Tveimur vikum af sextán er lokið. Farið verður fimm sinnum og hvert með sitt einkenni: sprettir, rólegt, rösklegt, liðkun og langt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.