Föstudagur - Liðkunarhlaup

Þetta var liðkunarhlaup; því á morgun verður langt og kannski kræki ég mig á Haukamenn í morgunsárið. Þetta var hægt og rólegt í hálkunni og þess vegna gott að vera á keðjum. Allan tíman var ég verkjalaus í ökkla, og uppgötvaði það ekki fyrr en var meir en hálfnaður. Kálfar voru stífir í upphafi en það aftraði mér ekkert á hlaupunum. Heim kominn, gætti ég þess að teygja vel og vandlega á þeim.

Ég skoðaði önnur hlaup í þessum mánuði, sömu vegalengd og fyrirmæli, og þá kemur í ljós að púls heldur áfram að falla, sem er gott! Í dag var hann, að meðaltali, 146 og verður forvitnilegt að sjá hvað gerist næsta föstudaga þegar sama vegalengd og sami hraði.

Þar til á morgun, langt rólegt næstum þrettán kílómetrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband