Þriðjudagur - Hægt og rólegt hlaup um Velli

Ákvað að hlaupa rólega um Vallarhverfið í Hafnarfirði. Fór frá Ásvallalaug, hringinn í kringum hverfið með slaufum og lykkjum í áttina að nýjustu götunum, þeim sem standa yst. Ósköp var það nú tómlegt á að líta; sum húsin, sem var búið að reisa, ekkert nema útveggir og ekki verið að vinna í þeim. Annars var ágætt að hlaupa þarna - fínir upplýstir malbikaðir stígar og litlar brekkur. Á örugglega eftir að fara þarna aftur.

Ég átti að hlaupa átt km en þar sem dóttirin var á sundæfingu og ég búinn að lofa henni að koma ofan í áður en æfingin yrði úti svo hún gæti verið lengur varð ég að stytta hlaup mitt um einn km. Hlaupatakturinn var innan þeirra marka sem harðstjórinn mælti fyrir um, 6:22 mín/km. Ökklinn er þokkalega og sérstaklega eftir að hafa verið í heitum potti og teygt í næstum klukkutíma.

Á morgun verður rösklegt hlaup - er þreyttur núna og engin nenna. En á morgun verð ég sprækur sem lækur og fer um sem vindurinn um bæinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband