Laugardagur - Hlaupið með Haukum og stefnt á Laugaveginn

Ég skráði mig í últramaraþonið Laugaveginn í gærkvöldi og nú á eftir að koma í ljós hvort mér tekst að hlaupa þessa 55 km. Var of seinn að skrá mig í fyrra og þá sagði ég við sjálfan mig eitthvað á þessa leið: Ég verð bara duglegur að æfa mig og mæti svo á næsta ári. Nú er þetta ár komið og ég varð bara að skrá mig. 

Til að geta hlaupið milli þessara fjallakofa sem ég hefi aldrei séð enda aldrei farið á fjöll þarf víst að æfa sig og setja sér markmið - byrja að æfa. Hætti ég því öllum aumingjagangi og setti mér enn eitt háleitt markmiðið: heilt maraþon í vormaraþoni félags maraþonhlaupara; 25. apríl 2009. Sótti mér því eitt stykki æfingarprógramm á garminssíðu - sextánvikna sjálfspínu.

Eftir allt þetta þá var mér ekki til setunnar boðið. Kom mér á lappir; drakk einn tvöfaldan expressó, át ristaða brauðsneið með bönönum og fór út. Rólegt átti það að vera. Rúmir 11 km og 6:15 mín. með km. Er ég var búinn að hita upp hljóp ég í fangið á Jóhanni hlaupara í skokksveit Haukanna og ég sneri við og hljóp með þeim. Þetta var aðeins hraðara en ég ætlaði en var allt í lagi. 

Á mánudaginn verður, ef allt gengur vel, hlaupið rösklega: Hitað upp, þá tvívegis rösklegt hlaup - 2,5 km. með hvíldarskokki í millum og svo rólega. Kannski fer ég í sund á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband