27.8.2008 | 23:42
Miðvikudagur - Annar í endurhæfingu
Eftir nokkra umhugsun, teygjur og fettur, fór ég út að hlaupa - var uppfullur af þjóðrembu eftir hyllingarhátíð við Arnarhól og orðuveitingu, og ég dóttirin sungum hástöfum, með landslýð, fyrir framan sjónvarpið, lagið sem allir þekkja: Öxar við ána, og sonurinn, sem var á leiðinni á handboltaæfi,ngu sagði: þið eruð klikk. Hlaupið var rólegt, lykkjur og útúrdúrar um Hafnarfjörð. Næstum þrettán kílómetrar og hlaupatakturinn um 5:51 mín/km. Næst verður, líklegast, hlaupið á föstudag.
Á hlaupunum, velti ég því fyrir mér hvort það væri nú ekki ráð að blekkja sig - leggja gildru, egna fyrir mig gulrót og verðlauna - fara í íþróttahúsið og gera styrkjandi æfingar. Belgsmörinn hverfur ekki og alltaf er ég jafn þungur. Þarf að koma mér upp einhverju kerfi og svo að ákveða hvað skuli vera í verðlaun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.