11.8.2008 | 20:51
Mánudagur - Sprettir, loksins
Eins og áður hefur komið fram þá eru mánudagar dagar íþróttamennisins. Þá eru sprettir, og ég er meðal frjálsíþróttamanna. Ég fór upp á Kaplakrika og hljóp níu sinnum 400 metra með 200 metra hvíld á milli. Ruglaðist einu sinni og hvíld varð sprettur, þannig að einn sprettur varð hægari fyrir vikið. Annars var þetta nokkuð gott. Atti að vera á bilinu 4:38-4:28 km/mín en fór með vaxandi hraða - glennugangur. Hraðasti sprettur var 3:55 mín/km og held að ég hafi aldrei farið eins hratt á sprettæfingu.
Annars eru fór þetta svona: Vegalengd, tími, hlaupatakur og að lokum hraði.
400 1:45 4:22 mín/km = 13.71 km/t
400 1:43 4:17 mín/km = 13.98 km/t
400 1:51 4:37 mín/km = 12.97 km/t - ruglaðist á hvíld
400 1:43 4:17 mín/km = 13.98 km/t
400 1:41 4:12 mín/km = 14.26 km/t
400 1:38 4:05 mín/km = 14.69 km/t
400 1:38 4:05 mín/km = 14.69 km/t
400 1:34 3:55 mín/km = 15.32 km/t
400 1:47 4:27 mín/km = 13.46 km/t
Á morgun verður rólegt hlaup, 12 km.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.