Laugardagur - Ný áætlun lögð fram

Ein vika er til æfinga, önnur til hvíldar (verð víst að endurskoða þetta með hvíldina (sjá niðurlag)) og þá kapphlaup. Í dag var hlaupið langt eftir "nýrri" áætlun þar sem markmiðin eru breytt og fer hlaupandinn í maraþon í október og hálfa maraþonið, sem átti að vera heilt, verður hvetjandi æfingarhlaup þar til manndómsvígslan fer fram.

Undanfarna daga hef ég gert tvennt: hrært saman æfingaráætlunum, en þær eru allar af sama meiði - hratt, rólegt, hratt og langt, og þegar tækifæri gefast kastað fótum upp á borð hvar sem ég finn þau - i tíma og ótíma; og teygt! þetta, með teygjurnar, er nú ekkert nýtt. Held að teygjurnar séu að skila einhverju. Þær eru að minnsta kosti eins óbærilegar og áður ellegar auðveldara er að setja fót upp á borð.

Í annað skipti, einnig um síðustu helgi, sí-setjandi markmið, þegar hlaupin urðu eitthvað skrítin og ég óttaðist verkinn - leit ég ei á Garminn fyrr en fimm lög höfðu verið spiluð að fullu í spilastokk - iPod - og skipti engu hversu löng eða stutt lögin voru. Með þessari klikkhausaaðferð kom mér oft á óvart að ég fór alltaf lengra og lengra. Eitt er þó alveg víst að hreinsa þarf í spilastokk, þar allt of mikið af rusli. Þá þarf ég einnig að setja saman eitthvað "blast" fyrir langa hlaupið. - Er þetta ekki hluti af æfingaráætluninni?

Á þeim tveimur vikum sem eru til kapphlaups verður svona farið að: (vika 1) sprettir á Kaplakrika - "íþróttamennið reynir sig", hægt hlaup til endurbótar eftir átökin við sprettina, rösklegt til hreinsunar, rólegt til að liðka sig og hægt langt á laugardegi, þá síðustu dagarnir fyrir árshátíðina - hlaupið mikla (vika 2) - brekkusprettir í alræmdri Öldugötu í Hafnarfirði, sem ég hef aldrei hlaupið, en þar hafa margir kappar reynt með sér, hægt til að hreinsa út óþveran, rösklegt með bakið beint, rólegt til að liðka sig fyrir átakið og loksins hálft maraþon - líklegur ásettur lágmarkstími ekki gefin upp. 

Sem sagt, í dag: 19,3 km. Nokkrir hlauparar á ferli. Allir að hlaupa langt og hitti ég þá nokkra nokkrum sinnum. Á morgun, sunnudag, verður hvílt og svo sprettir á mánudaginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband