Föstudagur - Rólegt hlaup í lok kvefviku á sumri

Þetta var rólegt liðkunarhlaup í lok kvefviku á sumri - fyrsta hlaupið í þessari viku. Þótt ég haldi því fram að ég hafi sigrað kvefið, nú með aðstoð ofnæmislyfja, er ég ekki að fullu laus við óþverrann enda spýtt nokkrum sinnum á leiðinni. Gætti þess þó að enginn væri nálægur er ég spjó!

Annars hafa verið teknar nokkrar ákvarðanir: Hálft maraþon verður hlaupið á afmælisdegi bróður míns þann 23ja! Hef ekki sett mér nein markmið með tíma (gerist er nær dregur)! Heilt verður í staðinn hlaupið á haustmaraþoni í október - deo volente! - og hef sótt mér nýja æfingaráætlun fyrir framtakið.

Á morgun verður langt hlaup, þó ekki 30 km eins og síðast, kannski næstum 20 rólegir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband