2.8.2008 | 17:21
Laugardagur - Langt hlaup! Úff!
Fyrir mér lág að hlaupa u.þ.b. 30 kílómetra á rólegum hlaupatakti. Átti að vera nærri 6:05 mín/km en lauk þessu með hlaupatakinn að meðaltali 5:51. Ég fór út um ellefu og stefndi í áttina að Helgafelli - ýmsar lykkjur og slaufur á leiðinni. Að venju bætti ég á vatnsbirgðirnar við Kaldársel og gleypti í mig eitt orkugel, og fór svo heim á leið. Hjóp einstigið, fram hjá Hvaleyravatni. Þá gegnum Vellina, kringum Ástjörn, sem er nu að verða að engu, og heim. Ég skal fúslega viðurkenna að þetta, mitt lengsta hlaup til þessa, tók á. Sérstaklega undir lokinn og fylgdist ég vandlega með hvort verkurinn i mjöðminni kæmi. Hann kom aldrei og er ég glaður með það. Er ég var á leið upp tröppurnar, heima hjá mér, gat ég varla lyft fótunum og hvað þá þegar ég og dóttirin fórum í sund. Þá átti ég erfitt með að labba niður stigan. Í stuttu mali sagt; ér er þreyttur í fótum en engir verkir til að tala um; það er mikilvægast. Það verða örugglega "massífir" strengir á morgun. Nú er bara að meta stöðuna fyrir RM; heilt, hálft eða 10.
Athugasemdir
1/2 sýnist mér
siggi (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 22:26
Mér sýnist hálft maraþon vera vegalengdin í ár fyrir þig. Annars er það viss styrkleiki að komast 30km á æfingu og greinilegt að þú getur sett heilt maraþon á dagskránna síðar, spurning með haustþonið hjá FM?
Steinn (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.