22.7.2008 | 18:12
Mánudagur - Hjólað í úða
Eftir samlokuæfingu laugardagsins, hjól & fjall, skal viðurkennt að ég var með harðsperrur. Leiðin sem ég hjólaði í dag hefi ég farið nokkrum sinnum áður, stóri Hafnarfjarðar-Garðabæjarhringurinn, en nú var breytt út af vananum til að bæta átakið; jafnvel hraðann. Þegar ég fór upp brekkur, hvort sem þær voru stuttar eða langar, þá reyndi ég að halda sama hraða; fór í léttari gír, sneri pedölum af meiri krafti og stóð jafnvel upp. Vitandi að þegar ég kæmi upp brekkuna væri annað hvort slétt fram undan eða brekka niður á við og þá yrði átakið ekki eins mikið. Þetta gekk alveg ágætlega. Ég hjólaði í 1:23, vegalengdin var 27,45 km. Hefði farið 30 ef ekki hefði ég nú hitt soninn, sem var á heimleið, og ég varð að tala við.
Á morgun verður hjólað eitthvað svipað, lengi kannski í áttina að Reykjavík, og svo ætla ég að athuga með hlaupin.
Ég veit að ekki mun ég hlaupa heilt maraþon í ár, eins og var ætlunin, svo það er aðeins spurning um hvað það verður; hálft eða tíu.
Á morgun verður hjólað eitthvað svipað, lengi kannski í áttina að Reykjavík, og svo ætla ég að athuga með hlaupin.
Ég veit að ekki mun ég hlaupa heilt maraþon í ár, eins og var ætlunin, svo það er aðeins spurning um hvað það verður; hálft eða tíu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.