Miðvikudagur - Aftur hjólað

Ég fór aftur út að hjóla í kvöld. Stillti garm á rólegt æfingu: Einn og hálfan tíma á 16 km hraða. Svo var bara allt of auðvelt eða gaman að knýja fákinn áfram, hraðinn varð miklu meiri og vegalengdin lengri. Fór 31,6 km. á hálfri annarri klukkustund, meðalhraði 21,6 km/klst. Síðustu tvo daga: 19,2 og 18,6. Púls var 148.

Ég hjólaði í áttina að Krýsuvík, sömu leið og þríþrautarkapparnir fóru hér um daginn en ég fór nú öllu hægar en þeir.

Ég náði takmarkinu að hjóla meira en 20 km á einni klukkustund, þeir urðu 22,3. Nú er bara að sjá hvað gerist næst. Það eru takmörk fyrir því hve hratt maður kemst á fjallahjóli á malbiki.

Ég held það sé alveg rétt, sem hlaupagarpar eins og Steinn Jóhannsson segir, maður verður líka að gera eitthvað annað en að hlaupa og þá held ég að ég verði fyrr að jafna mig af meiðslunum. Finn minna fyrir IT bandinu, kannski er bandið hætt að spila. Aftur voru fætur þungir þegar ég gekk upp tröppurnar heima hjá mér en nötruðu ei eins og þegar við feðgar fórum út að hjóla fyrir nokkrum árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband