14.7.2008 | 22:59
Mánudagur - Í kvöld var hjólað
Þar sem IT bandið er enn vanstillt fór ég út að hjóla. Gat ekki beðið lengur; varð að gera eitthvað mér til heilsubótar. Fór af stað, skömmustulegur, gleymdi hjálmi, og hjólaði gamlan hring sem ég fór oft fyrir nokkrum árum. Ákvað að hjóla í klukkustund og krossaði um bæinn og að baki voru 18,6. Á morgun fer ég með hjólið í stillingu og þá verður kannski enn betra að hjóla á því. Gírarnir eru ekki alveg að halda sínu striki, skruna á milli þegar tekið er á. Þá er afturbremsan of slök.
Fann ekki fyrir neinu, að ráði, í mjöðm þegar ég kom heim og gerði teygjur.
Kannski hjóla ég í nokkra daga og reyni að koma lengra á einni klst. Nú voru það 18,6 á morgun 20?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.