Miðvikudagur - Í dag var þveræft

Í dag var þveræfing! Sundlaugin heimsótt og ég gerði meira en það sem ég geri oftast, að liggja aðgerðalaus í heitum potti. Ég synti 200 metra og kannski geri ég meira síðar. Ekki var það þrekið sem varð til þess að ég netti eða gat ekki meir, heldur þreyta í handleggjum og öxlum. Kannski lagast það með frekari æfingum. Þegar þessum mikilfenglega áfanga á íþróttaferlinum var náð teygði ég í heitum potti.

Á meðan þessi mikla íþróttamennska fór fram var dóttir í rennibraut.

A morgun mun sjúkraþjálfinn pína mig og svo verður göngugreining. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blossanum sást bregða fyrir - loksins - fram og aftur göngustíg út á Seltjarnarnesi í gær síðdegis. Maður var þó aðeins hreyfihamlaður, ýtandi á undan sér barnakerru fullri af... barni. Kann nú ekki við að segja að ég voni að IT-bandið leysist upp en you what I mean!

blossinn (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband