30.6.2008 | 19:58
Mánudagur - Hlaupið, næstum á skilti
Á leið minni upp á Kaplakrika. þar sem er sprett úr spori, hljóp ég næstum á skilti við blokk gamalmennanna; glápandi á reykjandi drengaula. Sprettirnir, þrítekin míla og hvílt á milli, voru skemmtilegir. Mest um vert var að enginn verkur kom í mjöðm og hásin. Jók ég hraðann eftir því sem sprettum fjölgaði; hraðast kílómetrann á 4:20. Hitti frjálsíþróttaþjálfara sonarins, en hann æfði eitt sinn, og kenndi hún mér liðkunaræfingar fyrir mjaðmir; lofa að gera.
Svo þegar heim var komið var teygt. Á morgun verður rólegt hlaup, og sjáum til með hvernig mjöðm og annað í skældum skokk lætur.
Hér birtast tvær myndir frá Miðnæturhlaupi, ein uppstillt og önnur gjaldgeng í grettu- og geiflukeppni frístundarhlaupara.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.