16.6.2008 | 21:29
Mánudagur - Sprettir 9*400
Á mánudögum er ég hetja! Þá gerast undur og stórmerki! Hetjan fer og gerir alvöru hlaupaæfingar. Í dag voru það sprettir (skuld frá í síðustu viku) - ég nennti ekki að leita að brekku fyrir brekkuspretti, sem var dagskipunin. Alvöru hlauparar, sem gera spretti, finna sér hlaupabraut og ég nota Kaplakrika. Þar lágu í valnum níu sinnum 400 metrar og hlaupatakturinn á bilinu 4:38-4:25 mín/km. Kom mér á óvart hve þetta var auðvelt - alltaf sama grobbið - annars örlítill verkur í hásin í lokin og, eins og nú í langan tíma, verkur í öxl; reyndi að vera beinn í baki.
Annars eru tölurnar þessar. Fyrst tíminn sem það tók mig að hlaupa hverja 400 metra og svo hlaupataktur:
1. 1:46 mín. - 4:26 mín/km
2. 1:45 mín. - 4:25 mín/km
3. 1:48 mín. - 4:31 mín/km
4. 1:47 mín. - 4:29 mín/km
5. 1:46 mín. - 4:26 mín/km
6. 1:49 mín. - 4:33 mín/km
7. 1:46 mín. - 4:27 mín/km
8. 1:44 mín. - 4:22 mín/km
9. 1:46 mín. - 4:26 mín/km
Á morgun verða svo næstum 13 km rólega.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.