Miðvikudagur - Rösklegt um bæinn

Ég undirbjó mig betur en oft áður fyrir þetta rösklega hlaup. Hefi verið með verk í mjöðm. Í allan dag hitaði ég og kældi þetta eymdarsvæði. Þegar ég hljóp rólega eina mílu í upphafi fylgdist ég vel með hvort verkurinn kæmi aftur, svo var ekki og þá var gefið í - 6,44 km á hlaupatakti 5:02 mín/km  og púls 164. Þegar hlaupi lauk verkjaði mig ögn; held að ég verði að gera eitthvað róttækt til að losna við þetta. Enda teygði ég vel þegar ég kom heim. Á morgun verður hvílt og svo rólegt á föstudaginn og langt á laugardaginn.

Hafa lesendur lent í vandræðum með samskipti Garms og tölvu. Tölvan hleður Garminn en sendir ekki upplýsingar í forritið. Þekkir ekki tækið og fleira af slíkum toga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband