Þriðjudagur - Á Álftanesi eru kríur

Kom heim frá Tenerife um miðjan dag og fannst ég yrði að fara út að hlaupa - sukkjöfnun og afeitrun eftir óreglu í mat og drykk. Enda er ég þremur kílóum þyngri en þegar ég fór. Tek líka fram að ég er enn of þungur.

Ég sleppti sprettum í gær í hitanum á Tenerife en ekki má sleppa hlaupum dag eftir dag. Fyrir lág að hlaupa sjö mílur hægt. Fór út á stuttbuxum - varð að sýna umheiminum hve hraustlegur ég er eftir sólböðin og strandhlaupin - og lagði í hann. Leiðin lá út á Álftanes - stóra hringinn - sem er um tíu km. Þegar ég kom út á nesið mættu mér kríur, sem voru ekki þar fyrir nokkrum vikum, og minntist ég þess er hljóp þar fyrir nokkrum árum og gegnum þétt varplendi. Kríurnar voru alls ekki ánægðar með að ég væri að álpast þarna og steyptu sér ótt og títt að kolli mér. Á þeim tíma var ég með púlsmæli, eins og nú, og þegar kríurnar steyptu sér yfir mig þá rauk púlsinn upp. Ekki ætla ég að endurtaka þennan leik, að láta kríurnar hrella mig. Finn mér aðra leið.

Annars eru tölurnar þessar: 11,27 km. Hlaupatakur 5:54 mín/km. Púls 137. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband