7.6.2008 | 14:22
Laugardagur - Strandvörðurinn Örn elding á hlaupum
Sönn hetja fór út og hljóp meðfram ströndinni - var þó ekki í rauðri brók eins og strandvörðurinn Hasselhoff. Fyrir lág að hlaupa 12 mílur (19,31 km) á rólegum hraða og vissi hetjan að þetta gæti hún en yrði að gera þetta í áföngum. Hitinn var um 28°C, en engin sól - kannski ágætt - og því ákvað hetjan að skipta þessu upp í nokkra áfanga, þrjá km hvern þeirra. Fyrstu 10 km voru erfiðir, ætli líkaminn hafi ekki verið að venjast þessu - en þegar hlaupið var hálfnað þá varð þetta auðveldara. Í hvert skipti sem ég stoppaði, eftir u.þ.b. þrjá km, teygði ég vel og vandlega og drakk. Hlaupatakturinn var 5:45 mín/km (aðeins meiri en til stóð) og púls 151.
Á morgun verður hvílt, veit ekki með sprettina á mánudaginn. Kannski létt hlaup því á þriðjudaginn förum við heim og þá verður ekkert hlaupið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.