4.6.2008 | 17:07
Þriðjudagur - Hlaupið á "Laugardalsvelli" Tenerifinga
Ég hefi, frá síðustu skrifum, farið tvisvar sinnum út að hlaupa. Þetta hafa verið hin ágætustu hlaup. Eitt er víst, þau reyna á og þá sérstaklega hlaupið í gærdag. þá, fyrr um daginn, í heiðskýru sumarveðri, fóru feðgar út að labba og á heimleiðinni sáum við Laugardalsvöll þeirra Tenerífinga á strönd þeirri sem er kennd við Ameríku, þar hljóp sportlegt fólk, og völlurinn rétt við hótelið. Við þetta æstist ég og ákvað að hér skyldi hetjan hlaupa. Þegar heim á hótel var komið skipti ég um skó, setti á mig Garm og tók með mér vatnsbrúsa. Er ég mætti á völlinn var sólin hátt á lofti, þar er hitamælir sem sýndi mest 32°C og minnst 27°C og ég hljóp þar átta kílómetra. Munurinn á mér og hinum var sá að þeir virtust ekkert svitna en af mér lak svitinn svo ég gat dregið hárið aftur sem væri ég smurður hárlími (geli). Óþægilegt við þetta svitabað var að saltur sviti lak í augun og mér sveið. Ég hljóp nú ekki hratt og hafði það að reglu að stoppa reglulega og fá mér að drekka og teygja. Verður því ekki neitað að þetta reyndi nokkuð á.
Þegar ég kom heim fór ég í sturtu og lág svo í sólbaði. Þegar nóg var komið að sólbakstri og færa átti afrekin inn í hlaupaforritið lenti í vandræðum með Garm, hann náði ekki sambandi við tölvu og slökkti á sér og lág dauður í höndum mér. Allt rafmagn horfið og allt í tómu tjóni. Við þetta varð ég ósköp fúll og kenndi kvendi um að hafa fiktað með snúruna - syrgði vin minn og átti von á kaupa þyrfti nýjan. En þegar ég vaknaði í morgun var athugað hvort leyndist líf og mér til gleði fór hann í gang en nær ekki sambandi við hlaupaforritin - en hann hleður sig og er nú fullhlaðinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.