4.6.2008 | 17:07
Ţriđjudagur - Hlaupiđ á "Laugardalsvelli" Tenerifinga
Ég hefi, frá síđustu skrifum, fariđ tvisvar sinnum út ađ hlaupa. Ţetta hafa veriđ hin ágćtustu hlaup. Eitt er víst, ţau reyna á og ţá sérstaklega hlaupiđ í gćrdag. ţá, fyrr um daginn, í heiđskýru sumarveđri, fóru feđgar út ađ labba og á heimleiđinni sáum viđ Laugardalsvöll ţeirra Tenerífinga á strönd ţeirri sem er kennd viđ Ameríku, ţar hljóp sportlegt fólk, og völlurinn rétt viđ hóteliđ. Viđ ţetta ćstist ég og ákvađ ađ hér skyldi hetjan hlaupa. Ţegar heim á hótel var komiđ skipti ég um skó, setti á mig Garm og tók međ mér vatnsbrúsa. Er ég mćtti á völlinn var sólin hátt á lofti, ţar er hitamćlir sem sýndi mest 32°C og minnst 27°C og ég hljóp ţar átta kílómetra. Munurinn á mér og hinum var sá ađ ţeir virtust ekkert svitna en af mér lak svitinn svo ég gat dregiđ háriđ aftur sem vćri ég smurđur hárlími (geli). Óţćgilegt viđ ţetta svitabađ var ađ saltur sviti lak í augun og mér sveiđ. Ég hljóp nú ekki hratt og hafđi ţađ ađ reglu ađ stoppa reglulega og fá mér ađ drekka og teygja. Verđur ţví ekki neitađ ađ ţetta reyndi nokkuđ á.
Ţegar ég kom heim fór ég í sturtu og lág svo í sólbađi. Ţegar nóg var komiđ ađ sólbakstri og fćra átti afrekin inn í hlaupaforritiđ lenti í vandrćđum međ Garm, hann náđi ekki sambandi viđ tölvu og slökkti á sér og lág dauđur í höndum mér. Allt rafmagn horfiđ og allt í tómu tjóni. Viđ ţetta varđ ég ósköp fúll og kenndi kvendi um ađ hafa fiktađ međ snúruna - syrgđi vin minn og átti von á kaupa ţyrfti nýjan. En ţegar ég vaknađi í morgun var athugađ hvort leyndist líf og mér til gleđi fór hann í gang en nćr ekki sambandi viđ hlaupaforritin - en hann hleđur sig og er nú fullhlađinn.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.