Miðvikudagur - Hlaupið og svitnað á Tenerife

Í hita, 25°C, var hlaupið upp og niður brekkur á Tenerife. Ég fór snemma út, áður en allt of heitt varð, og hljóp nálægt hótelinu og eftir ströndinni. Ég stoppaði nokkrum sinnum á leiðinni til að kasta mæðinni og teeygja. Ég drakk um tvo lítra af vatni og komst þetta á endanum. Vegalengdin var 13 km. Hlaupataktur 5:58 mín/km og púls 145. Sem kom mér mest á óvart í öllum þessum hita.

Ég ætla, þegar þetta er skrifað, að hvíla á morgun en hlaupa rólega á föstudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband