Mánudagur - Sannkallaðir sprettir

Fjórða hlaupavika byrjaði með sprettum og það var sannarlega sprett úr spori. Það lá fyrir mér að hlaupa 800 metra, fimm sinnum, og halda takti á bilinu 4:48-4:35 mín/km. Ég fór upp í Kaplakrika á hlaupabrautina þar, en hefi ekki hlaupið þar síðan í fyrravetur, og mér leið sem sannri íþróttahetju er ég fór upphitunarhringinn, eina mílu. Spenna óx innan með mér er styttist í fyrsta sprettinn; enda fór ég hann aðeins of hratt, 4:28 mín/km. Vindur var þónokkur, var stundum í  fangið og stundum í bakið. Annars fór þetta svona. Fyrst tíminn er tók mig að hlaupa 800 metra og þá hlaupatakturinn ef farinn væri einn kílómetri.

1. 3:34 mín. - 4:28 mín/km
2. 3:44 mín. - 4:40 mín/km
3. 3:46 mín. - 4:43 mín/km
4. 3:46 mín. - 4:42 mín/km
5. 3:42 mín. - 4:38 mín/km

Á morgun flýgur fjölskyldan til Tenerife og verður þar í tvær vikur. Ég tek mínar græjur með, skó og garm. Ætla að reyna að halda mig við æfingaráætlunina. Tölvan verður einnig tekin með svo ég á að geta skrifað hlaupaskýrslur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband