24.5.2008 | 19:40
Laugardagur - Langt hlaup um allar trissur
Fór út um allan bæ til að hlaupa mína sextán kílómetra; mílurnar tíu, og sömu leið og síðasta laugardag nema lengdi áður en stefna var tekin inn í Garðabæ. Áður en ég fór af stað bar ég hitakrem á sköflunga og öxl; það gerði lítið fyrir sköflunga, þeir voru aumir í upphafi, en öxl í lagi (enda reyndi ég að halda baki beinu og höfði aftur (veit ei hvað menn hafa haldið sem sáu mig setja höfuðið aftur er haldið var út á Álftanes)). - Púls var í hærra lagi (155 en var síðast 141) og kenni ég sköflungskvölum um. - Utanverð mjöðm, og festingarnar þar voru í lagi og held ég að þetta sé nú aðallega stífleikans verkan sem gerir þetta mein. Þegar heim var komið teygði ég sem mest ég mátti til að bæta meinin. Held að það sé nú allt að koma.
Á morgun verður hvílt; ætla í sund með dótturinni. Annars var vikan svona: Ég hljóp 45 km (sl. 48 km) en sleppti einu 10 km hlaupi. Það hefði verið allt of mikið. Sjáum svo til hvað verður hlaupið mikið í komandi viku.
Á mánudaginn verða 800 metra sprettir endurteknir fimm sinnum. Sé til! sé til! Verði þeir þá er ég sko orðið sannkallað íþróttamenni!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.