Þriðjudagur - Rólegt um bæinn

Rólegt hlaup um heimabæinn. Leiðist mér að eftir nokkurn spöl, þessa daga þegar hlaupaveðrið er svo gott, er verkur í utanverðri hægri mjöðm. Veit ei hvað þetta er; hefi heyrt menn tala um eitthvert band, kannski er það það sem er að angra. Nú sit ég við tölvuna skrifandi með klaka á mjöðm og er skelfilega kaldur. Sjáum til hvaða áhrif það hefur!

Á morgun, ef hverfur þessi verkur, verða það fjórar mílur röskar; 5:13-5:01 mín/km. Rifjast nú upp hvað Eva, sú sem hljóp Kaupmannahafnarmaraþonið svo glæsilega, skrifaði á sinni síðu og hafði úr  Hlauparans heimi (Runnersworld): Láttu ekki prógrammið ráða þér og rústa. Kannski er ég staddur á þeim stað ef ég fer út að hlaupa, með meiðsl, bara af þvi að æfingaráætlunin segir svo. Sjáum til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoðaðu það sem stendur undir hlauparahné í þessari grein. http://laugaskokk.is/hlaupameidsli.php#n2    IT-bandið of strekkt og sárnar við núning.   En ef þetta er meira í mjöðminni þá gæti þetta verið eitthvað annað. 

Börkur (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband