Laugardagur - Langt hlaup í annarri viku

Í morgun var langt hlaup, 14,5 km. Þau hafa verið lengri en nú er bara að gegna og hlýða æfingaráætluninni og gera eins og manni er sagt. Þó ætlaði ég var að nenna að fara út, kenni hér önnum um, en fór. Hljóp hægt í áttina að Garðabæ, út að sjónum - æ hvað heitir það, Sjálandshverfi - svo út á Álftanes og heim í Hafnarfjörður. Þar voru gerðar ýmsar lykkjur á leiðinni til að ná að fylla upp í fjölda kílómetra.

Hlaupið átti að vera rólegt. Hlaupatakturinn var 5:50 mín/km og púls 151. Hann fer lækkandi, svo þetta er nú allt að koma. 

A morgun verður hvílt og svo tekið á því á mánudaginn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband