Föstudagur - Rólegasta hlaupið til þessa

Átti að hlaupa fjórar mílur (6,44 km) rólega og það tókst. Hlaupatakturinn var 6:13 mín/km og þá einni sekúndu of seinn með hvern kílómetra.  Finn aðeins fyrir verk í sköflungi, kannski verð ég bara að teygja betur.

Á morgun skal hlaupa hægt einar níu mílur. Veit ekki hvort ég kem því inn í þétta dagskrá morgundagsins, sérstaklega þegar ég þarf að skrifa einn fyrirlestur eða kynningu sem þarf að flytja á sunnudaginn, mæta á tvær samkomur á morgun, þar af eitt bekkjamót. Kannski vakna ég bara snemma í fyrramálið og fer af stað.

Byrja að skrifa fyrirlesturinn þegar ég búinn að skrifa þessa færslu!

Annars bíð ég spenntur eftir Kaupmannahafnarmaraþoni, mun fylgjast með Íslendingunum. 

rólegt (easy) 6:14-6:01 mín /km
hægt (slow) 6:05-5:52 mín/km
jafnt (steady) 5:26-5:14 mín/km
rösklega (brisk) 5:13-5:01 mín/km
hratt (fast) 5:01-4:48 mín/km


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband