13.5.2008 | 21:01
Þriðjudagur - Rólegt eftir sprett gærdagsins
Boðskapurinn var að hlaupa hægt átta kílómetra. Það tókst! Hlaupatakturinn, á þessu tölti, var 5:55 mín/km og átti að vera á bilinu 6:05-5:52 mín/km. Púlsinn var 143 og hefir aldrei verið eins lágur; kannski er þetta allt að koma. Kominn heim teygði ég mest og best á mínum lendarvöðvum; finn sannarlega að þeir eru allt of stuttir. Þar er komin skýring á verknum sem hefir verið að angra mig.
Bloggfélagi minn, þríþrautarkappi, sagði að ég yrði að passa hraðann þegar kæmi að hægum hlaupum og það tókst. Ég hljóp um iðnaðarhverfið í Hafnarfirði, svona bara til að skoða göturnar og kanna aðstæður; kannski á ég eftir að hlaupa þar aftur, snemma morguns um helgar, þegar taka þarf hraða spretti ef allt verður fullt á Kaplakrika! Veit það samt ekki.
Á morgun verður hlaupið rösklega:
1. Upphitun - 1,6 km. 6:14-6:02 mín/km.
2. Rösklega - 3,22 km. 5:13-5:01 mín/km.
3. Niðurskokk - 1,6 km. 6:14-6:02 mín/km.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.