Sunnudagur - Myndir birtar; Flugleiðir 2007 og 2008

Ég bíð enn eftir myndunum frá Torfa, sem sér um www.hlaup.is, en get ekki beðið með að sýna mínum ágætu lesendum framfarirnar (úbs) og hve mikið íþróttamenn ég er orðið. Nú er ár liðið frá mínu fyrsta Flugleiðahlaupi, finnst hálf asnalegt að kalla það Icelandair-hlaupið, og kostulegt að bera saman þær myndir.

Fyrst er mynd af mér frá því í fyrra. Það maðurinn með rauðu húfuna og sólgleraugun sem er þarna að koma í mark, nærri dauða en lífi. Þessi sami maður, sem einn vinnufélagi minn hélt vera þungaða konu, varð að stoppa tvisvar á leiðinni til að kasta mæðinni. Verst er að ég á engar tölulegar upplýsingar um þetta mitt fyrsta sjö km hlaup nema tímann. Púlsinn var alveg örugglega í hæstu hæðum.Flugleiðahlaup 2007

 

 

 

 

 

 

Svo koma hetjulegar myndir frá síðasta hlaupi. Fyrst er það mynd af því þegar ég tek minn glæsilegasta endasprett til þessa. Grettuna má skýra! Ætlaði að ná kappanum sem er þarna fyrir aftan mig, er mér tókst, og ætlaði alls ekki að hleypa honum fram úr mér. Hvort tveggja tókst.Flugleiðahlaup 2008 - endasprettur

 

 

 

 

 

 

 

 

Að lokum er það mynd af mér þegar ég er léttfættur. Búinn að hlaupa rúmlega þrjá kílómetra.Flugleiðahlaup 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband