7.5.2008 | 21:55
Miðvikudagur - Jafnt og þétt í úða
Mitt var að hlaup næstum 5 km jafnt (steady) - dæmi um þegar hlaupaáætlanir stjórna lífi hlauparans - og hlauptakturinn á bilinu 5:26-5:14 mín/km. Ég keyrði dótturina á sundæfingu og sagði henni að hitta mig svo í lauginni þegar hún væri búinn að synda og ég að hlaupa. Ég fór hlaupandi frá lauginni og velti fyrir mér; hve hratt skal fara, og var með Flugleiðahlaupið, sem er á morgun, í huga. Er ekki best að hvíla og taka því rólega fyrir keppnishlaup? En það varð nú ekki alveg svo, ég hljóp jafn og þétt, næstum fimm km og hlaupatakturinn var 5:02 mín/km. Allt í lagi með það! Hvíli bara vel í kvöld! Í lauginni teygði ég vandlega og fann hvernig rólegar teygjur, t.d. fyrir aftanverð læri, eru betri en þessar höstugu teygjur sem ég hefi stundum beitt. Maður lærir þetta smám saman. Annars er axlarverkurinn kominn og við honum er aðeins eitt ráð; sittu beinn og höfuðið aftur.
Jæja! Flugleiðahlaupið er á morgun. Síðast hljóp ég kílómetrana sjö á 35:43. Veit ekki hvað ég geri á morgun. Fer allt eftir "fílíngnum" þegar verður hleypt af stað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.