Laugardagur - Farið af stað einum degi of snemma

Út að hlaupa einum dagi of snemma. Æfingaráætlunin byrjar víst ekki fyrr en á morgun, sunnudag. Uppgötvaði þetta þegar ég, samvitzkusamlega, ætlaði að velja æfingu dagsins: 4 mílur rólegar (6:01-6:14 mín/km). Ég var kominn út, garmurinn hafði náð sambandi við gervihnettina, og það var ekkert annað að gera en að hlaupa rólega af stað. Var ekki búinn að ákveðan neina sérstaka leið, nema eða ná út úr þessu einhverjum hring. Börnin vöknuð og dóttirin tilbúin að hleypa mér út og drengurinn í sturtu, en móðirin í útlöndum með vinnufélögum. Þetta átti að vera rólegt hlaup og mér tókst það. Hljóp þessar 4rar mílur eða 6,44 km á 38:24 mín er gerir hlaupataktinn 5:57 mín/km.

Það sem er þó merkilegast, og lofaði síðast þegar ég skrifaði. Að nú skal byrjað á styrkjandi æfingum. Áður en ég fór af stað þá gerði ég tuttugu magaæfingar og þegar ég kom heim á endurtók ég leikinn og gerði aftur tuttugu magaæfingar. Þá er bara að bæta við armbeygjunum, bæti þeim við á morgun.

Á morgun byrja ég að hlaupa samkvæmt áætluninni: 4M rólega.

Set hér inn til fróðleiks hvernig Garmurinn skilgreinir hraðann og ég mun reyna að halda þessu:

rólegt (easy) 6:14-6:01 mín /km
hægt (slow) 6:05-5:52 mín/km
jafnt (steady) 5:26-5:14 mín/km
rösklega (brisk) 5:13-5:01 mín/km
hratt (fast) 5:01-4:48 mín/km


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband