1.5.2008 | 21:07
Uppstigningardagur - Fór léttur um bæ
Nú er komið að því! Hefi, eins og komið hefir fram hér á síðunni, skráð mig í Reykjavikurmaraþon, sem verður haldið á afmælisdegi bróður míns, og ætli ég að koma mér í mark á sómasamlegum tíma verð ég að byrja að fyrir hlaupið það arna. Mér reiknast til að nú séu sextán vikur þar til hlaupið verður af stað. Má ekki seinna vera.
Ég hefi verið að skoða æfingaráætlanir og eru þær flest allar eins. Róleg hlaup, hröð hlaup og löng hlaup, og þá ýmis tilbrigði við þetta. Á www.runnersworld.co.uk eru áætlanir af ýmsum toga, m.a. sem hægt er að hlaða beint í Garm. Eg sókti mér eina og nú hefi ég sett hana í Garminn minn. Nú er ekkert að vanbúnaði nema bara fara út að hlaupa. Sókti áætlun sem kemur manni í mark á 3:45, og forsendurnar eru þessar, í stuttu máli: Að geta hlaupið hálft maraþon á undir 1:45 (hefi hlaupið á 1:47) og 10 km á undir 46 (ég hefi hlaupið á 49) og hlaupa minnst 40 km á viku. Þetta allt get ég gert.
Skv. áætluninni á ég að byrja með rólegu 4ra mílna hlaupi á laugardaginn en ég gat ekki beðið og fór út og hljóp rólega; athuga hvort þetta gangi nú vel í Garminn og þá líka í mig. Fór því út í þessari blíðu sem er núna, var kominn með í öxlina og bakið af langlegum og aumingjagangi kvefsóttarinnar varð að draga drulluna upp úr lungunum og hreinsa ennisholur. Þetta átti að vera rólegt hlaup og hlaupatakturinn um 6:016:14 mín/km. Þetta tókst hjá mér, var akkúrat á 6:00 og vegalengdin 6,44 km. Þetta verður endurtekið á laugardaginn, en þá hefst æfingaráætlunin með formlegum hætti.
Lesendum til fróðleiks! Ég gerði nokkra tugi magaæfinga - verð víst að styrkja mig og þá eru það armbeygjurnar sem ég verð að bæta við þessa styrkjandi líkamsrækt. Til að þetta gangi eitthvað, með styrkjandi æfingar, þarf ég að koma mér upp einhverju umbunarkerfi.
Frétti að nú væri fullbókað á Laugaveginn 2008 plássin 150 fylltust fljótt og kominn biðlisti. Þetta er svo sem allt í lagi af minni hálfu! Ætli maður verði ekki fyrst að hlaupa heilt maraþon áður en maður fer í slíkt ultramaraþon. Sé að einn hlauparinn, Stefán Gíslason, hvetur menn til að taka þátt í fjallahlaupunum hans; kannski geri ég það. Mun fylgjast með síðunni hans.
Annars er hlaupadagskráin þessi: 4M rólegt á laugardaginn, 5M hægt á þriðjudag og 3M rösklega á miðvikudag. Þá langar mig að hlaupa í Flugleiðahlaupinu á fimmtudaginn, sjáum til hvernig vikan líður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.