Mánudagur - Kominn heim frá útlöndum með kvef og sár á nefi

Hausinn er fullur af kvefi, hlustarverkir og ennið aumt. Hlunkurinn verður að komast út að hlaupa og hreinsa út þennan óhroða. Vonandi verð ég laus við kvefið í lok vikunnar og þá tilbúinn að hlaupa. Það styttist í Flugleiðahlaupið, sem verður vonandi mitt næsta hlaup; það markaði upphaf hlaupatímabilsins sem nú hefur varað í eitt ár. Vil helst ekki sleppa því.

Útiveran, dvölin í Kaupmannahöfn, varð til þess að ég "hvíldi" kvefaður í eina viku og væri ekki fyrir kvefið, þá væri mér ekkert að vanbúnaði að spretta strax úr spori. Engin meiðsli og allt með ágætum.

Mér reiknast að nú séu um sextán vikur þar til Reykjavíkurmaraþonið verður og ég búinn að skrá mig fyrir löngu. Nú er best að byrja að æfa af festu; hægt og rólega. Á þessu æfingartímabili ætla ég að gera þetta allt rétt, gera styrktaræfingar og svo framvegis. Undanfarnar vikur hef ég reynt ýmislegt í hlaupunum - róleg hlaup, sprettir, löng hlaup, brekkusprettir og fleira slíkt - stundum í nokkrar vikur og stundum með hléum; nú verður þetta massað með vísindalegri nálgun. Veit að ég verð að gera styrkjandi æfingar og teygja ef ég ætla mér að tækla þetta. Eftir nokkrar vikur fer ég til Tenerife með fjölskyldunni í tvær vikur og þar munum við búa á einhverju fínu hóteli. Þar er íþróttasalur og allt og þá verður æft af þunga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband