Fimmtudagur - Maður með sprungnar blöðrur fer rólega um bæinn

Nokkrar blöðrur á fótum mér, þær sem voru kynntar í gærkvöldi, sprungu við "átök" kvöldsins. Ég hljóp hefðbundna leið upp á holt og til baka. Þar sem blöðrurnar sprungu á miðri leið tókst mér loksins að hægja á mér og hlaupatakturinn varð lægri en í gær; 5:44 km/mín. Svo það er önnur leið, en að hafa dótturina með á hjóli, til að hlaupa rólega - að hlaupa með sprungnar blöðrur á fótum sér; kann þó betur við að hafa dótturina með í för en kveljandi fótamein. Eins og fyrri kvöld í vikunni voru þetta 10 km. Hefi ekki enn ákveðið hvað verður gert þegar kemur að langa hlaupinu um helgina. Þarf að hnoða saman tveimur fyrirlestrum - kannski heima eða kannski í vinnu - og gæli við að hlaupa þaðan og heim. Sjáum til! sjáum til!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband