Mánudagur - Rólegt bæjarhlaup

Þetta var rólegt bæjarhlaup, þó ekki jafn rólegt og í gær, enda hafði barnið lítinn áhuga á að fara út með föður sinum. Fór venjubundna leið: Upp á Holt og aftur til baka með lykkjum. Samtals 10 km á 55 mínútum. Hlaupum verður hagað með þessum hætti út vikuna - rólegt um bæinn þveran. Mun líklegast, ef veðrið verður gott, fara langt um helgina og þá óttast ég að rólegt hlaup fjúki út í veður og vind.

Hér fyrir neðan er mynd af hetjunni úr marsmaraþoni (á eftir að leysa til mín löglegt eintak). Eru lesendur mínir, annars ekki, sammála að hlaupahetjunni hefur farið fram. Ekki sami dauðans svipurinn og þegar hetjan þreytti Flugleiðarhlaup fyrir ári og lögreglan á mótorhjólinu að baki mér var líklegast viðbúin öllu. Set þessar myndir hér til samanburðar.

Marsmaraþon 2008

Flugleiðahlaup 2007


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist þú allur að vera að lifna við einbeitnin leynir sér ekki. Nú er bara að stefna á góðar bætingar í sumar og byrja á Flugleiðahlaupinu.
kv. Steinn

Steinn (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 23:05

2 identicon

Allt annað að sjá kallinn.  Gott ráð við beinhimnubólgu er nudda vel Voltaren geli fyrir æfingar og kælikremi á eftir.

Kolla Jóa (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband