5.4.2008 | 19:35
Laugardagur - Álftneshringurinn með vaxandi hraða
Ákvað að fara Álftaneshringinn sem er um tíu kílómetrar. Ætlaði að hlaupa rólega og liðka til nýju skóna. Þegar ég kom að svokallaðri "vaselínbrekku" - sem er sjöundi kílómetrinn - þá jók ég hraðann og svo enn frekar þegar ég komst upp á toppinn en hægði svo á þegar kom að síðasta kílómetranum. Þá rólega eftir það, heim á leið. Samtals voru þetta 11,5 km. Hlaupatakturinn er hér fyrir neðan. Enn er sköflungurinn að angra mig. Í kvöld ætla ég að kæla hann og verður forvitnilegt að athuga hvernig hann verður á morgun. Þá ætla ég að hvíla, kannski hjóla ég um bæinn.
1 - 5:35
2 - 5:21
3 - 5:31
4 - 5:33
5 - 5:23
6 - 5:27
7 - 5:18
8 - 5:12
9 - 4:36
10 - 5:21
11- 5:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.