Laugardagur - Hálft maraţon 1:46:56

Hljóp mitt annađ hálfa maraţon. Tíminn var 1:46:56. Hlaupataktur var nálćgt 5:01 mín/km og er ég mjög ánćgđur međ ţennan árangur. Upphaflega áćtlunin var ađ hlaupa rólega, hvern kílómetra á 5:35. Alls ekki ofgera eins og í síđasta langa hlaupi fyrir viku. En ég fylgdi straumi hlaupara og leiđ bara vel; hafđi alltaf einhvern til ađ elta uppi og taka fram úr, án ţess ađ vera međ einhvern ćsing. Ćtlađi ađ sjá til hvernig ég vćri ţegar ég kćmi ađ snúningspunktinum úti á Ćgissíđu. Ţar leiđ mér ágćtlega og ákvađ ađ halda sama takti. Ţegar ég kom í mark var ég nokkuđ ţreyttur. Síđustu ţrír kílómetrarnir voru erfiđir og óttađist ég ađ ég ţyrfti ađ ganga eitthvađ af leiđinni en ég hélt ţađ út hlaupandi. Hefđi leynst ţarna einhver "rafstöđvarbrekka" hefđi kappinn ţurft ađ ganga. - Undirbúningur fyrir ţetta hlaup fólst í hvíld og áti. Fékk mér Seríós í morgunverđ og kraftakex klukkustund fyrir hlaup. Svo var hlaupiđ af stađ og á leiđinni gleypti ég hlaup stuttu áđur en ég kom ađ hverri brynningarstöđ. Efa ég ekki ađ ţađ hefur haft jákvćđ áhrif. - Ţegar ég kom í mark fékk ég mér nóg ađ drekka. Kók og Powerade. - Ţá ber ađ geta ţess ađ ég fékk prótein í útdráttarverđlaun. - Er öllu var lokiđ viđ stokkinn í Elliđaárdal fór ég í sund og lág lengi í heitum potti og teygđi. - Ađ lokum hrósa ég fyrir framkvćmd hlaupsins.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband