Laugardagur - Hálft maraþon 1:46:56

Hljóp mitt annað hálfa maraþon. Tíminn var 1:46:56. Hlaupataktur var nálægt 5:01 mín/km og er ég mjög ánægður með þennan árangur. Upphaflega áætlunin var að hlaupa rólega, hvern kílómetra á 5:35. Alls ekki ofgera eins og í síðasta langa hlaupi fyrir viku. En ég fylgdi straumi hlaupara og leið bara vel; hafði alltaf einhvern til að elta uppi og taka fram úr, án þess að vera með einhvern æsing. Ætlaði að sjá til hvernig ég væri þegar ég kæmi að snúningspunktinum úti á Ægissíðu. Þar leið mér ágætlega og ákvað að halda sama takti. Þegar ég kom í mark var ég nokkuð þreyttur. Síðustu þrír kílómetrarnir voru erfiðir og óttaðist ég að ég þyrfti að ganga eitthvað af leiðinni en ég hélt það út hlaupandi. Hefði leynst þarna einhver "rafstöðvarbrekka" hefði kappinn þurft að ganga. - Undirbúningur fyrir þetta hlaup fólst í hvíld og áti. Fékk mér Seríós í morgunverð og kraftakex klukkustund fyrir hlaup. Svo var hlaupið af stað og á leiðinni gleypti ég hlaup stuttu áður en ég kom að hverri brynningarstöð. Efa ég ekki að það hefur haft jákvæð áhrif. - Þegar ég kom í mark fékk ég mér nóg að drekka. Kók og Powerade. - Þá ber að geta þess að ég fékk prótein í útdráttarverðlaun. - Er öllu var lokið við stokkinn í Elliðaárdal fór ég í sund og lág lengi í heitum potti og teygði. - Að lokum hrósa ég fyrir framkvæmd hlaupsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband