13.3.2008 | 23:14
Fimmtudagur - Powerade
Hljóp mitt annađ Powerade-hlaup. Fćrđ var sannarlega betri en síđast ţegar ég hljóp á brúarstólpann. Ekki er kominn opinber tími, enda er stutt síđan hlaupi lok (ég er ekki ađ lasta framkvćmdina á neinn hátt; hana skal heldur lofa). Síđast hljóp ég skv. mínum Garmi á 49:59 en opinber tími varđ 50:21; tókst ţví ekki, í ţađ skiptiđ, ađ hlaupa á undir 50. Í kvöld hljóp ég, skv. mínum Garmi, á 48:59 og geri ég ráđ fyrir ađ skv. opinberum tíma hafi ég hlaupiđ ţetta á undir 50. Viđ sjáum til!
Annars var ţetta svona. Ég sá brautina og ţekkti leiđina. Fylgi ráđum granna míns, sem var ţarna lika, ađ fara ekki of geist í upphafi ţegar fariđ var upp ađ brú og upp brekku, fyrstu 2,5 km. en svo kemur nokkur langur kafli ţar sem hlaupiđ er niđur í móti 2,5-7,5 - á ţeim hluta leiđarinnar skal gefiđ í - en eftir ţađ hefjast átökin. Hin ţekkta rafstöđvarbrekka. Ég set hér inn línurit er sýnir ţetta.
Ég set hér einnig hlaupataktinn og hann sýnir hvernig ţetta hlaup var í samanburđi viđ febrúarhlaupiđ, ţađ eru tölurnar innan sviga. Ţá er merkilegt ađ bera saman 9. kílómetran. Í kvöld hljóp ég hann á 5:40 en síđast á 5:57. Núna stoppađi ég tvívegis, eđa hćgđi vel á mér til ađ kasta mćđinni, vonandi endurtekur ţađ sig ekki.
1 - 4:56 (5:02)
2 - 5:03 (4:48)
3 - 4:55 (4:56)
4 - 4:46 (4:41)
5 - 4:35 (4:44)
6 - 4:30 (4:37)
7 - 4:42 (4:51)
8 - 4:55 (5:13)
9 - 5:40 (5:57)
10 - 4:52 (5:04)
Á morgun verđur rólegt hlaup og svo langt á sunnudaginn.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.