Fimmtudagur - Rólegt, enn og aftur

Ţegar ég fór út var ţreyta í fótum, stirđleiki frá sprettum gćrkvöldsins, en ég ćtlađi mér ađ hlaupa ţennan hring og losa um. Mér var ćtlađ ađ fara rólega 8 km. á  6:20 mín/km.  Mínir góđu lesendur, eins og ţiđ vitiđ, hefur mér reynst erfitt ađ hlaupa rólega en ég reyndi. Hljóp ţví 8,5 km. á 51 mínútum og hlaupatakturinn var 5:52 mín/km. Undanfariđ hefi ég veriđ latur ađ teygja en núna reyndi ég ađ bćta úr ţví og alltaf eru ţađ aftanverđir lćrvöđvar sem eru allt of stuttir og stífir, og á međan ég teygđi ţá nötrađi ég. Á morgun skal hvílt en langt rólegt hlaup á laugardaginn, 16 km. Nú er bara ađ vona ađ veđriđ verđi gott.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband