Laugardagur - Langt hlaup

Langt hlaup í dag, 1 klst. og 45 mínútur, og sami hringur áður. Ég ætlaði að komast alla leiðina upp á Ásfjall án þess að stoppa en það tókst ekki í þetta skipti. Komst þó lengra upp snarbratta brekkuna en síðast. Næst kemst ég vonandi að næsta ljósastaur og svo koll af kolli. Ég var vel búinn, með vatn í þremur brúsum og túpu af orkugeli. Ákvað að fá mér orkuskot og drykk á hálftíma fresti. Fann sannarlega þegar orkugelið skilaði sér út í kerfið. Varð þó þreyttur í fótum síðast hálftímann. Nú þegar þetta er skrifað þremur tímum eftir hlaup er ég aumur í kálfunum, stirður og stífur, og með höfuðverk. Höfuðverkurinn er án vafa vegna vökvaskorts og þess vegna drekk ég mjög mikið. Annars eru tölurnar þessar: 18,13 km. Hlaupatakur: 5:51 mín/km. Púls: 156/177. 

Á morgun - sunnudag - verður hvílt. Fer jafnvel í sund og svo byrjar ný hlaupavika á mánudaginn. Ekki verður þó hlaupið mikið, eitt hlaup. Ég er á leiðinni til Kaupmannahafnar og verð þar í nokkra daga. Þá byrjar maður bara aftur á viku nr. eitt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband