20.2.2008 | 20:27
Miðvikudagur - Annað hlaup, tempó
Í rigningu hljóp ég og sá lítið á köflum, verð að fá mér linsur eða rúðuþurrkur. Forskriftin var samlokuhlaup, 8 km tempó, upphitun og niðurskokki og þá 5 km. á 5:20 mín/km. Í upphafi og lokin átti ég að hlaupa rólega, á næstum 6:20, og fór nærri því. Þegar kom að hraðahlaupi og hljóp ég að jafnaði á 4:51 mín/km, og minn besti kílómetri var 4:34. Ég ekki ekki alveg búinn að læra á graminn fyrir svona hlaup, sérstaklega ef stilla skal á uphitun og niðurskokk.
Annað kvöld skal hlaupa 8 km. á 6:20 mín/km. Rólegt hlaup. Veit ekki hvort mér takist það, þarf að fara á fund seinnipartinn og svo fyllist heimilið af drengjum að spila tölvuleik.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.