Þriðjudagur - Loksins fór ég út að hlaupa

Loksins fór ég út að hlaupa eftir allt of langt hlé. Þetta var meira gert til að liðka sig eftir tognun. Ekki var hlaupið eftir neinu ákveðnu prógrammi. Hefi þó í hvíldinni reynt að teygja á lærvöðvum og kálfum en er enn þá of stirður. Veit að ef ég liðka þetta ekki leggst ég.

Hefi verið skoða æfingaráætlanir, ef ég ætla að hlaupa maraþon í ár þá er best að byrja að æfa. Undanfana daga hefi ég verið að lesa bókin Marathon - The Ultimate training guide eftir Hal Higdon. Best að gera þetta hægt og rólega, sérstaklega fyrsta hlaupið.

Hafa lesendur skoðanir á svona bókum og stinga lesendur upp á einhverri annarri.

Annars var hlaupið svona: 8 km. á 45 mín. Hlaupataktur 5:35 mín/km. Hraðar en ég lagði upp með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband