30.1.2008 | 21:34
Miðvikudagur - Þriðji dagur: sprettir: 3 x 2 km.
Þurfti nokkur átök til að koma sér út í kuldann - en hafi maður sett sér takmark þá er best að halda það út. Prógrammið - SUB-50 - boðar spretti á þriðja degi, en kannski kallast þetta ekki sprettir - ég er ekki með hlaupahugtökin á hreinu. En boðskapurinn var þrisvar sinnum tveir kílómetrar með hvíld á milli og hlaupa þá á innan við 9:50 mín eða 4:55 mín/km. Þetta tókst næstum, var fimm sekúndum of seinn með sprett nr. tvö. Færðin er búin að vera leiðinleg - stundum spólar maður bara. Er samt ánægður. Betri tímar frá því síðast, sjá tölurnar hér fyrir neðan. Uppgötvaði að ég hvíldi aðeins í eina mínútur en mátti hvíla í eina og hálfa til tvær.
Þegar ég var búinn að hlaupa fór ég með dóttur mína á sundæfingu og lá í heitum pottum á meðan. Þar teygði ég vel og vandlega, að mér fannst. Lærvöðvinn hægra megin er betri og hnéð ekki stíft. Þá fór ég líka í nuddtækið en að er ekki merkilegt í Suðurbæjarlauginni - vantar allan kraft. Annars er planið svona. Á morgun er hvíld en svo langt hlaup í 1 klst. og 45 mínútur og það ber upp á föstudag en spurning hvort ég færi langa hlaupið yfir á laugardaginn fer alveg eftir veðri.
D3 - Byrja með 3x2K. Hvíld: 90 sek. 2 mín. = 1: 4:32 2: 4:57 og 3: 4:50 mín/km. Púls 162.
D3 - Byrja með 3x2K. Hvíld: 90 sek. 2 mín. = 1: 5:01 2: 5:19 og 3: 4:59 mín/km. Púls 162.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.