28.1.2008 | 21:53
Mánudagur - Með kuldabola á hælunum
Í kvöld gerði ég aðra tilraun við að byrja á æfingarprógramminu. Fór út, þótti kalt fyrstu metrana, en "hljóp mér til hita". Þetta átti að vera rólegt hlaup, svona í upphaf erfiðisins, en ég fór hratt yfir - maður varð að halda á sér hita. Leiðin var nú ósköp hefðbundin - eitt er þó víst að þær eiga nú eitthvað eftir að lengjast ef heldur áfram sem horfir. Ég fór upp á Holt, yfir í Áslandið og flæktist svo um bæinn. Eitt undarlegt gerðist - engir hundar með eigendur á göngu. Tölurnar eru þessar, set inn til fróðleiks og samanburðar sömu æfingar. Fyrst þegar þetta var reynt - afeitrun eftir áramót, önnur tilraun þegar snjór birgði mér sýn og svo nú þegar ég var með kuldabola á hælunum.
D1 - 60-70 mín., rólega = 12,9 km á 70 mín. Ht. 5:24 mín/km. Púls 162.
D1 - 6070 mín., rólega = 11,0 km á 61 mín. Ht. 5:28 mín/km. Púls 159.
D1 - 6070 mín., rólega = 9,7 km á 65 mín. Ht. 6:45 mín/km. Púls 148.
Ef allt gengur upp og ekki óveður á morgun þá rólegt í hálfa stund og svo sprettir á þriðja degi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.