17.1.2008 | 21:39
Þórsdagur - Rólegt í 30 mínútur, tvívegis
Átti að hlaupa rólega í 30 í gær en nennti ekki - ófærð og snjór á gangstéttum dró úr mér allan vilja til að hlaupa. Svo þegar ég kom heim úr vinnunni í dag fór ég út og hljóp í 30 mínútur. Færðin var erfið en ég hljóp. Kom heim og byrjaði að færa til bókar og á meðan ég var að því fékk ég þá hugmynd að fara aftur út eftir nokkra hvíld og greiða skuld mína frá því í gær. Úr varð þá að ég hljóp tvívegis. Kannski var það ekki rétt af mér. Ég fór hægar yfir í seinna skiptið og púlsinn var hærri.
Hefi, eins og sumir aðrir hlauparar, skráð afrek mín í hlaupadagbókina. Sniðugt! Svona er þetta fyrir tæknifríkin. Hægt að skrá og spá í tölur, og þær verða öðrum aðgengilegar. Annars eru tölurnar þessar. Á morgun verður hvílt en á laugardaginn á ég að hlaupa 15 km. Það verður spennandi, kannski reyni ég að hlaupa 10 á undir 50 mínútum. Ef ég geri það þá hefur mér tekist ætlunarverk mitt og að fylgja eftir einni æfingaráætlun.
D18 - Hvíld.
D17 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,3 km. Ht. 5:37 mín/km. Púls 164.
D16 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,5 km. Ht. 5:24 mín/km. Púls 160.
D15 - 3 x 5 mín @ 10K hlaupatakti með einnar mín. hvíld: 1,1 km, 1,0 km og 0,9 km.
D14 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,6 km. Ht. 5:21 mín/km. Púls 153.
D13 - 10 km. rólegt. 52:18 mín. Ht. 5:14 mín/km. Púls 163.
D12 - 5 km. á 23:57 mín. 1 - 4:36, 2 - 4:48, 3 - 5:06, 4 - 4:37 og 5 - 4:49. Púls 168.
D11 - Hvíld.
D10 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,6 km. Ht. 5:23 mín/km. Púls 152.
D9 - 30 mín., rólegt hlaup Hvíld
D8 - Byrja með 5x1K. Hvíld 6090 sek. 1 - 4:33, 2 - 4:54, 3 - 4:43, 4 - 4:50 og 4 - 4:41.
D7 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,5 km. Ht. 5:28 mín/km. Púls 152.
D6 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,3 km. Ht. 5:45 mín/km. Púls 150.
D5 - Rólegt 1 klst. 45 mín. = 18,2 km. Ht. 5:49 mín/km. Púls 153.
D4 - Hvíld.
D3 - Byrja með 3x2K. Hvíld: 90 sek. 2 mín. = 1: 5:01 2: 5:19 og 3: 4:59 mín/km. Púls 162.
D2 - 30 mín., rólegt hlaup = 6,2 km á 35 mín. Ht. 5:48 mín/km. Púls 152.
D1 - 6070 mín., rólega = 9,7 km á 65 mín. Ht. 6:45 mín/km. Púls 148.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.