13.1.2008 | 17:40
Sunnudagur - 10 km. rólega
Hlaup dagsins var ekki alveg eins rólegt og það átti að vera, nema í upphafi (sjá hlaupataktinn). Fór út í birtingu - frost og stilla - og hljóp öfugan hring, breytti leiðinni þegar ég kom að Læknum. Hljóp upp gamla Kanaveginn, undan fæti gegnum Hvammana, upp á Holt og þaðan heim. Jók stundum hraðann - í brekkum og á sléttlendi - og eygði þá von að geta klárað á undir 50 mínútum. Með því var ég að brjóta boðskap dagsins um rólegt 10 km. Það tókst ekki en veit að það kemur að því. Annars eru tölurnar þessar: 52:18 mín. Ht. 5:14 mín/km. Púls 163. Þegar hlaupi lauk fór ég með dótturinni í sund. Hún lék sér og ég teygði í pottinum. Annars er dagskráin að hlaupa rólega í 30 mínútur á morgun.
D13 - 10 km. rólegt. 52:18 mín. Ht. 5:14 mín/km. Púls 163.
D12 - 5 km. á 23:57 mín. 1 - 4:36, 2 - 4:48, 3 - 5:06, 4 - 4:37 og 5 - 4:49. Púls 168.
D11 - Hvíld.
D10 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,6 km. Ht. 5:23 mín/km. Púls 152.
D9 - 30 mín., rólegt hlaup Hvíld
D8 - Byrja með 5x1K. Hvíld 6090 sek. 1 - 4:33, 2 - 4:54, 3 - 4:43, 4 - 4:50 og 4 - 4:41.
D7 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,5 km. Ht. 5:28 mín/km. Púls 152.
D6 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,3 km. Ht. 5:45 mín/km. Púls 150.
D5 - Rólegt 1 klst. 45 mín. = 18,2 km. Ht. 5:49 mín/km. Púls 153.
D4 - Hvíld.
D3 - Byrja með 3x2K. Hvíld: 90 sek. 2 mín. = 1: 5:01 2: 5:19 og 3: 4:59 mín/km. Púls 162.
D2 - 30 mín., rólegt hlaup = 6,2 km á 35 mín. Ht. 5:48 mín/km. Púls 152.
D1 - 6070 mín., rólega = 9,7 km á 65 mín. Ht. 6:45 mín/km. Púls 148.
Hlaupataktur:
1 - 5:15
2 - 4:59
3 - 5:57
4 - 5:02
5 - 5:42
6 - 5:22
7 - 4:43
8 - 5:20
9 - 5:04
10 - 4:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.