Laugardagur - 5 km. á undir 25 mínútum

Boðskapur dagsins var að hlaupa 5 km. á undir 25 mínútum. Ég fór út þar sem nýfallin föl lá á jörðu og hitaði upp, var nokkuð kalt. Stillti garminn á vegalengd og tíma. Vissi að ekkert vit væri að fara af stað stirður og stífur. Eftir að hafa hitað upp var ég tilbúinn. Þetta tókst og var aðeins fljótari en boðskapur bauð. Verð að gæta mín á að fara ekki of hratt í upphafi. Hljóp vegalengdina á 23:27 mínútum. Meðalhlaupataktur var 4:47 mín/km og púls 168. Annars var hlaupatakturinn þessi:

1 - 4:36 
2 - 4:48
3 - 5:06
4 - 4:37
5 - 4:49 

Í þessari viku hljóp ég 30 km, það var ekkert að marka síðustu viku 53. Er samt bara ánægður með þetta. Tókst að hlaupa sprettina sem voru lagðir fyrir mig. Tókst einnig að hlaupa 5 km á innan við 25 mínútum og ég er þokkalegur í skrokknum. Á morgun á ég að hlaupa 10 km. rólega. Annars eru tölur í áætluninni svona:

D12 - 5 km. á 23:57 mín. 1 - 4:36, 2 - 4:48, 3 - 5:06, 4 - 4:37 og 5 - 4:49. Púls 168.
D11 - Hvíld.
D10 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,6 km. Ht. 5:23 mín/km. Púls 152.
D9 - 30 mín., rólegt hlaup Hvíld
D8 - Byrja með 5x1K. Hvíld 60–90 sek. 1 - 4:33, 2 - 4:54, 3 - 4:43, 4 - 4:50 og 4 - 4:41.
D7 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,5 km. Ht. 5:28 mín/km. Púls 152.
D6 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,3 km. Ht. 5:45 mín/km. Púls 150.
D5 - Rólegt 1 klst. 45 mín. = 18,2 km. Ht. 5:49 mín/km. Púls 153.
D4 - Hvíld.
D3 - Byrja með 3x2K. Hvíld: 90 sek. – 2 mín. = 1: 5:01 2: 5:19 og 3: 4:59 mín/km. Púls 162.
D2 - 30 mín., rólegt hlaup = 6,2 km á 35 mín. Ht. 5:48 mín/km. Púls 152.
D1 - 60–70 mín., rólega = 9,7 km á 65 mín. Ht. 6:45 mín/km. Púls 148. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband