Þórsdagur - Rólegt hlaup sem varð fullhratt!

Æfingarprógramið bauð mér að hlaupa rólega í 30 mínútur, sem ég gerði, en það var kannski ekki svo rólegt. Svipað eins og fyrri 30 mínutna hlaup í SUB-50. Átti þó í einhverjum vandræðum með garminn í upphafi hlaups; ég fór af stað áður en hann tengdist gervihnöttunum. Tölur hér fyrir neðan.

1 - 6:15 
2 - 5:11 
3 - 5:14 
4 - 5:34 
5 - 4:59 

Á morgun ætla ég að hvíla, eins og mér er skipað, svo hleyp ég á laugardaginn 5 km á undir 25 mínútum, hlaupataktur 4:59 mín/km eða lægri. Miða við að vera á bilinu 4:50-4:55. Ætla ekki að gera eins og þegar ég fór of geyst í Gamlárshlaupi. Byrja á þvi að hita upp, rólegt skokk, og svo fer ég af stað og held mig innan marka. Annars eru síðustu dagar hér fyrir neðan og hvíldardagurinn sem verður á morgun.

D11 - Hvíld.
D10 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,6 km. Ht. 5:23 mín/km. Púls 152.
D9 - 30 mín., rólegt hlaup Hvíld
D8 - Byrja með 5x1K. Hvíld 60–90 sek. 1 - 4:33, 2 - 4:54, 3 - 4:43, 4 - 4:50 og 4 - 4:41.
D7 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,5 km. Ht. 5:28 mín/km. Púls 152.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband